Byggðamerki

Byggðamerki Þingeyjarsveitar var tekið í notkun í júlí 2023. 

Merkið hannaði Þórhallur Kristjánsson hjá  Effekt hönnun slf. 

Merkið
Merki Þingeyjarsveitar er myndtákn af Herðubreið sem er það kennileiti sem trónir hæst í sveitarfélaginu en tindur fjallsins er í 1682 metrum yfir sjó. Herðubreið þykir einstaklega formfagurt fjall og er á stundum kölluð „Drottning íslenskra fjalla“. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga árið 2002. Auðkenninu er ætlað að standa, stutt af letruðu nafni sveitarfélagsins. Þannig skal setja það í forgang, næst á eftir kemur táknið eitt og sér, án leturs. Leitast skal við að nota merkið á hvítum grunni eða svo ljósum að sjáist skýrt á fletinum. Það á bæði við um skjöldinn með og án letruðu heiti.

Litir byggðamerkis Þingeyjarsveitar eru tveir bláir litir, ljósari blár til að tákna himinn og dekkri blár rammar merkið inn og teiknar fjallið.


Útfærslur merkisins
Byggðamerki Þingeyjarsveitar er sett fram í þremur megin útfærslum. Þær eru skjöldurinn óstuddur letruðu heiti sveitarfélagsins, skjöldur með letruðu heiti í lóðréttri útfærslu og skjöldur með letruðu heiti í láréttri útfærslu.

Að auki þessum útfærslum merkisins er það viðurkennt hvítt á lituðum grunni og svart þar sem það á við.

Leiðbeiningar um notkun merkisins og útfærslur er að finna í Hönnunarstaði byggðamerkis Þingeyjarsveitar. 

Hér getur þú sótt byggðamerki Þingeyjarsveitar í zip skrá.