29. fundur

Fundargerð

Atvinnumálanefnd

13.10.2020

29. fundur

haldinn í Seiglu þriðjudaginn 13. október kl. 16:00

Fundarmenn

Árni Pétur Hilmarsson, Einar Örn Kristjánsson, Friðrika Sigurgeirsdóttir, Friðgeir Sigtryggsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Einar Örn Kristjánsson.
  1. Fjallskilamál, vísað til atvinnumálanefndar af sveitarstjórn á 286. Fundi.

Deilur bænda í Laxárdal, Aðaldal og Reykjadal varðandi smölun á svæðinu milli Reykjadals og Laxárdals. Málið rætt, ljóst þykir að smölun getur ekki gengið nema allir fjáreigendur mæti á boðaða smölunardaga. Samþykkt að innheimta raunkostnað af þeim fjáreigendum sem ekki mæta til smölunar á boðuðum smölunardegi.
Atvinnumálanefnd stefnir á að halda fund með fjallskilastjórum fyrir áramót til að ræða betur málefni fjallskila.

  1. Girðingamál, vísað til atvinnumálanefndar af sveitarstjórn á 286. fundi. Girðingamál eru víða í ólestri í sveitarfélaginu og það er stækkandi vandamál að landeigendur sinna ekki viðhaldi sinna girðinga. Atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðinn verði sumarstarfsmaður til að sinna viðhaldi girðinga á kostnað landeiganda og vegagerðarinnar eftir þvi sem við á geri þeir það ekki sjálfir.

  2. Refa og minnkaveiði. Málefni vargeyðingar tekin til umræðu, rætt um að boða allar refa og minkaskyttur sveitarfélagsins á fund með atvinnumálanefnd til að ræða starfið, hvernig gengur og hvað mætti betur fara. Ein minkaskytta hefu hætt störfum og liggur fyrir að finna lausn á því til frambúðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:50